Hvannadalshnúkur

Leiðsögn á hæsta tind Íslands!

Við bjóðum uppá leiðsögn á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk í Öræfajökli. Ef veðurfarið lofar er útsýnið yfirburða fallegt. Í norðri rísa fjallstoppar uppúr jökulbreiðunni, skriðjöklar streyma niður hlíðarnar og í suðri eru endalausir svartir sandar sem bera við Atlantshafið. Ganga á Hvannadalshnúk er krefjandi og spennandi áskorun sem náttúruunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara!

Fyrir hverja? Ferðin er á færi þeirra sem eru í mjög góðu gönguformi og vanir löngum og krefjandi göngum í snjó. Þrátt fyrir að leiðin upp sé ekki tæknileg þá er hún engu að síður löng og tekur á líkamlega og andlega. Ferðin er því afar krefjandi og þarfnast samvinnu leiðsögumanns og göngumanna.

Erfiðleikastig: 4+ af 5 mögulegum

Lengd ferðar: 24 km, 11-15 klst

Hæð: 2.110 metrar

Hækkun: um 2.000 metrar

Tímabil í boði: Apríl – Júlí

Upphafssstaður: Sandfell í Öræfum

Verð: 31.900 ISK á mann, fyrir að lágmarki 5 manns.

Við bjóðum stærri hópum uppá sérverð. Hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá tilboð

Hvað er innifalið: Leiðsögn, jeppaskutl og tilheyrandi jöklabúnaður ef þáttakendur vantar (sigbelti, broddar, karabína & ísexi)

Hvað er ekki innifalið: Útivistarfatnaður, bakpoki, nesti og drykkur

Hvað þarf að taka með: Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda

Flokkar: Jöklaleiðangur, tindaleiðangur

Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska

Hvannadals-hnúkur

Verð:
31.900 ISK á mann
Lágmark 5 manns

Til að bóka, hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317

Tímalengd:
11-15 klst

Vegalengd:
24km

Hækkun:
2.000m

Senda e-mail til að bóka