Ríki Vatnajökuls sumar 2020
Upplýsingar um gistingu, afþreyingu, gönguferðir og veitingastaði í Öræfum
Öræfi er sveit sem er staðsett á milli Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls.
Hún þekkist einnig undir nafninu "sveitin á milli sandanna".
Í Öræfum eru margar náttúruperlur og stórfengleg náttúruöfl að verki, skriðjöklarnir skríða niður af Öræfajökli niður á láglendið. Þetta er stórkostlegt sjónarspil. Margar eru gönguleiðirnar á svæðinu og mikið af spennandi dagsferðum mögulegar frá Öræfum. Hér útlistum við gistingu, afþreyingu og hugmyndir af gönguferðum ásamt matsölustöðum sem opnir verða sumarið 2020, ferðasumar allra landsmanna.
Verið hjartanlega velkomin!
Gönguleiðir og afþreying
Göngukort - dagsferðir frá Öræfum
Áhugaverðir staðir í Öræfum

Skriðjöklar Öræfajökuls
Endalausir armar Öræfajökuls skríða niður á láglendið

Skaftafell
Mikið er af gönguleiðum í Skaftafelli. Allt frá stuttum göngum, til lengri dagsferða.

Tindar Öræfajökuls
Margir af hæstu tindum landsins eru á Öræfajökli

Íshellar
Á veturna er hægt að heimsækja íshella sem myndast í Vatnajökli
Hugmyndir fyrir göngufólk

Kristínartindar

Einn af tindum Öræfajökuls

Jöklaævintýri

Lómagnúpur
Hugmyndir fyrir fjölskylduna

Skaftafell

Stutt jöklaganga

Jökulsárlón

Ingólfshöfði
Gisting í Öræfum

5.Vesturhús
Gistiheimili á Hofi með eldhúsaðstöðu. Möguleiki að leigja allt húsið, 6 herbergi með pláss fyrir allt að 18-20 manns.
Matur í Öræfum
Matvörubúð: Kjarval á Kirkjubæjarklaustri
70km frá Skaftafelli
Opið virka daga:
kl 10-18
Laugardaga:
kl 10-14
Matvörubúð:
Nettó á Höfn
135km frá Skaftafelli
Opið alla daga
kl 9-19
Skaftafell:
Veitingasala í Skaftafelli
Matarvagninn Glacier Goodies selur fish & chips og humarsúpu
Söluskálinn í Freysnesi
5 km frá Skaftafelli
Þar er rekin veitingasala allan ársins hring og einnig hægt að kaupa ýmsa matvöru og eldsneyti.
Kaffi Vatnajökull
þekkt sem gamla bensínstöðin á Fagurhólsmýri
Opið virka daga og laugardaga
kl 11-16
lokað sunnudaga
Fosshótel Glacier Lagoon
Bar og veitingastaður á Hnappavöllum. Oft með góðum tilboðum, eins og t.d. súpu dagsins og léttan barmatseðil. Hægt að fara fínt út að borða á kvöldin.
Fjallsárlón Frost
Kaffihús/veitingasala á Fjallsárlóni
Opið kl 11-16
Óvíst með opnunartíma
í sumar
Jökulsárlón
Jökulsárlón café
Opið í sumar kl 9-19
Matarvagnar: Heimahumar og Nailed It (fish & chips)
Mælum með að hringja á undan til að athuga hvort sé opið, eru ekki alltaf á staðnum.
Þorbergssetrið
Veitingastaður á Hala, nálægt Jökulsárlóni. Bjóða uppá léttan hádegismat og svo kvöldmat.