Um Local Guide of VatnajökullHver erum við?


Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi sem hefur verið starfrækt frá árinu 1991. 
Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum. Fimm kynslóðir fjölskyldunnar hafa farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar jöklafara. 

Local Guide býr yfir umfangsmikilli þekkingu á öllu Vatnajökulssvæðinu. Við höfum sérhæft okkur í íshellaferðum á veturna og ísgöngum á sumrin. Einnig tökum við að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, klettaklifurnámskeið á Hnappavöllum, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og í umhverfi Skaftafells, t.d. til Núpsstaðarskóga, Lakagíga og í Lónsöræfum. 

Við munum með ánægju og ástríðu sýna þér hinar stórbrotnu náttúruperlur undir Vatnajökli.
Endilega settu þig í samband við okkur og við förum saman í ævintýri!

Hér er sagan okkar í myndbandsformi á íslensku ef þú hefur áhuga á að kynnast okkur betur!

Sumarteymi Local Guide 2020

Aron & Helen

Eigendur Local Guide. Aron ólst upp í Öræfum og er aðalreddarinn þegar hlutir fara úrskeiðis og hefur verið leiðsögumaður frá unglingsárum. Helen er ljósmyndari og sér um rekstur fyrirtæksins.

Snorri

Snorri er jöklagúrúinn okkar. Það mætti halda að hann hafi fæðst með brodda undir fótunum þegar maður fylgist með honum brölta lipurlega á jökli í vinnu eða í leit að íshellum.

Tinna

Tinna hefur unnið lengst af okkur í ferðaþjónustu og hefur víðtækustu reynsluna. Allt frá því að vera flúðaleiðsögumaður í Tasmaníu, í að kynna fólki fyrir Vatnajökli.

Patrice

Pat hefur búið á Íslandi í þónokkur ár. Hann nældi sér í Öræfíska sveitastelpu og þá var ekki aftur snúið. Hann hefur nú sest hér að til frambúðar og fer jökullinn honum afar vel!

Sigurgeir

Sigurgeir er úr Öræfum en ólst upp í Mosfellsbæ. Strax að loknu námi kallaði heimasveitin sterkum rómi. Í frítíma sínum má finna hann  hlaupandi upp um fjöll og firnindi.

Ólafur

Ólafur ólst upp í Eyjafjöllum og býr enn. Hann kýs frekar að eyða flestum stundum í Öræfum. Þegar Óli er ekki að lóðsa ferðamönnum um náttúru Vatnajökuls þá má finna hann í lóðréttu klifurbergi.

 

Stephanie

Stephanie sér um samfélagsmiðlana okkar og vinnur fimlega á jökli. Hún hefur búið á Íslandi í nokkur ár og er gift íslenskum sveitapilti. Í frítíma sínum hugsar hún um heimalinginn sinn, lærir íslensku og stundar útivist. 

 

Charlotte

Charlotte flutti frá Breska heimsveldinu í Öræfin, enda er best að vera þar. Charlotte sér um það af mikilli kostgæfni að svara tölvupósti og síma með sínum fágaða hreim. 

 

Kolefnisjöfnun


Við teljum það vera á eigin ábyrgð að stemma stigu við okkar kolefnisfótspor. Við vinnum ásamt Kolviði til að kolefnisjafna okkur að fullu. Ásamt þeim finnum við út okkar umhverfisáhrif og greiðum fyrir að gróðursetja tré í samræmi við það. Nánari upplýsingar um framtak þeirra má finna á www.kolvidur.is