Trúss/skutl frá Öræfum

Local Guide á nokkra 38-46” ofurjeppa sem eru 4-17 manna, flestir 14 manna Ford Econoline. Við bjóðum uppá að trússa eða skutla hópum um allt Vatnajökulssvæðið. 

Fyrir utan að fara hvar sem er um Vatnajökul, þá eru hér einnig dæmi um staði í eða við Vatnajökulsþjóðgarð sem vert er að fara á, með möguleika á fleiri stöðum:

  • Núpsstaðarskógur
  • Laki/Lakagígar
  • Lónsöræfi
  • Norðan Vatnajökuls – Kverkfjöll, Snæfell
  • Hringinn í kringum Vatnajökul 
  • Breiðamerkurjökull *

Hafið samband í s.8941317 eða info@localguide.is til að fá verðtilboð. 

* Breiðamerkurjökull, vestan Jökulsárlóns, framhjá Breiðárlóni. Þaðan er hægt að fara í heilsdagsgöngu í skála Jöklarannsóknarfélagsins í Esjufjöllum. Eða hægt að kíkja á nýja jökulskerið – Nýtt jökulsker skýtur upp kollinum á Breiðamerkurjökli 30.04.2020: https://www.visir.is/g/2020705763d

Á vorin (apríl – maí) förum við í ferð í Esjufjöll og þverum Vatnajökul.
Á sumrin (júlí – sept) förum við í skipulagðar gönguferðir.
Frekari upplýsingar um ferðirnar eru í vinnslu.

Á vorin (apríl-maí):

  • Esjufjöll, 2-3 dagar, gist í skála Jöklarannsóknarfélagsins

Á sumrin (júlí-sept):

  • Núpsstaðarskógur til Skaftafells, 3-4 daga tjaldferð með allt á bakinu
  • Snæfell til Lónsöræfa, 4-5 dagar, gist í skála á leiðinni