Sveinstindur

“Týndi risinn” í 2.044 metra hæð,
næst hæsti tindur Íslands!

Sveinstindur er fáfarinn vegna bróður síns, Hvannadalshnúks, sem er hinum megin við öskjuna. Sveinstindur býður uppá eitt fallegasta útsýni á Íslandi. Við sjáum Öræfajökul með sína mörgu tinda, sprunginn jökulinn, Breiðamerkurjökul með sitt Jökulsárlón, auk Hrútárjökuls og Fjallsjökuls með sín litlu lón. Við sjáum fjöllin fyrir neðan jökulinn og sveitina. Ef það er logn heyrum við í hafinu. Hér bjóðum við uppá hrífandi ferð og tækifæri til þess að komast á fáfarinn tind á spennandi máta!

Fyrir hverja? Ferðin er á færi þeirra sem eru í mjög góðu gönguformi og vanir löngum og krefjandi göngum í snjó. Þrátt fyrir að leiðin upp sé ekki tæknileg þá er hún engu að síður löng og tekur á líkamlega og andlega. Ferðin er því afar krefjandi og þarfnast samvinnu leiðsögumanns og göngumanna.

Erfiðleikastig: 5 af 5 mögulegum

Lengd ferðar: 24 km, 14-16 klst

Hæð: 2.044 metrar

Hækkun: 1.300 metrar (ef keyrt uppí 700-800 metra hæð)

Tímabil í boði: Apríl – Júní

Upphafssstaður: Fosshotel Glacier Lagoon

Verð: 31.900 ISK á mann, fyrir að lágmarki fimm manns

Við bjóðum stærri hópum uppá sérverð. Hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317 til að fá tilboð.

Hvað er innifalið: Leiðsögn, jeppaskutl og tilheyrandi jöklabúnaður sé þess þörf (broddar, hjálmur, ísexi, sigbelti, o.fl.).

Hvað er ekki innifalið: Útivistarfatnaður, bakpoki, nesti og drykkur.

Hvað þarf að taka með: Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Flokkar: Jöklaleiðangur, tindaleiðangur

Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska

Sveinstindur

Verð:
31.900 ISK á mann
Lágmark 5 manns

Til að bóka, hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317

Tímalengd:
14-16 klst

Vegalengd:
24km

Hækkun:
1.300m

Senda e-mail til að bóka