Rótarfellshnúkur í Öræfajökli 1.848 m

Skemmtileg og falleg ganga sem gefur frábært útsýni miðað við uppgöngutíma. Himinháir tindar, askja Öræfajökuls og fögur sveitin fyrir neðan

Senda e-mail til að bóka

Rótarfellshnúkur er einn af sjö tindum yfir 1.800 metrum í öskju Öræfajökuls. Hann stendur í 1.848 metra hæð yfir sjávarmáli í sunnanverðri öskjunni og er vestan megin við Hnapp. Útsýnið á toppnum er því veglegt þar sem horft er á himinháa tinda, öskju Öræfajökuls, sprunginn jökul, skriðjökla og sveitina fyrir neðan; Lómagnúp og svarta sanda. Um er að ræða skemmtilega og fallega göngu sem gefur frábært útsýni miðað við uppgöngutíma.

Fyrir hverja? Ferðin er á færi þeirra sem eru í góðu gönguformi og krefjandi göngum í snjó. Ferðin er nokkuð krefjandi og þarfnast samvinnu leiðsögumanns og göngumanna þar sem farið er yfir sprungusvæði.

Erfiðleikastig: 4 af 5 mögulegum

Lengd ferðar: 14-15 km, 8-11 klst

Hæð: 1.848 metrar

Hækkun: rúmir 1.100 metrar (keyrt uppí 700-800 metra hæð)

Tímabil í boði:  Apríl – Júní

Upphafssstaður: Fosshótel Glacier Lagoon

Verð: 27.900 ISK á mann, fyrir að lágmarki 5 manns.
Við bjóðum stórum hópum uppá sérverð. Hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá tilboð.

Hvað er innifalið: Leiðsögn, jeppaskutl og tilheyrandi jöklabúnaður ef þátttakendur vantar, belti & karabína, broddar og ísexi.

Hvað er ekki innifalið: Útivistarfatnaður, bakpoki, nesti og drykkur.

Hvað þarf að taka með: Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Flokkar: Jöklaleiðangur, Tindaleiðangur

Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska

Rótarfells-hnúkur

Verð:
27.900 ISK á mann
Lágmark 5 manns

Til að bóka, hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317.

Lengd:
8-11 klst

Senda e-mail til að bóka