Rótarfjallshnúkur í Öræfajökli 1.848 m

Skemmtileg og falleg ganga sem gefur frábært útsýni miðað við uppgöngutíma. Himinháir tindar, askja Öræfajökuls og fögur sveitin fyrir neðan

Senda e-mail til að bóka

Rótarfjallshnúkur er einn af sjö tindum yfir 1.800 metrum í öskju Öræfajökuls. Hann stendur í 1.848 metra hæð yfir sjávarmáli í sunnanverðri öskjunni og er vestan megin við Hnapp. Útsýnið á toppnum er því veglegt þar sem horft er á himinháa tinda, öskju Öræfajökuls, sprunginn jökulinn, skriðjökla og sveitina fyrir neðan, Lómagnúp og svarta sanda. Um er að ræða skemmtilega og fallega göngu sem gefur frábært útsýni miðað við uppgöngutíma.

Fyrir hverja? Ferðin er á færi þeirra sem eru í góðu gönguformi og vanir krefjandi göngum í snjó. Ferðin er nokkuð strembin og þarfnast samvinnu leiðsögumanns og göngumanna þar sem farið er yfir sprungusvæði á jöklinum.

Erfiðleikastig: 4 af 5 mögulegum

Lengd ferðar: 14-15 km, 8-11 klst

Hæð: 1.848 metrar

Hækkun: rúmir 1.100 metrar (keyrt uppí 700-800 metra hæð)

Tímabil í boði:  Apríl – Júní

Upphafssstaður: Fosshótel Glacier Lagoon

Verð: 27.900 ISK á mann, fyrir að lágmarki 5 manns

Við bjóðum stærri hópum uppá sérverð. Hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317 til að fá tilboð.

Hvað er innifalið: Leiðsögn, jeppaskutl og tilheyrandi jöklabúnaður ef þátttakendum vantar (sigbelti & karabína, broddar og ísexi)

Hvað er ekki innifalið: Útivistarfatnaður, bakpoki, nesti og drykkur.

Hvað þarf að taka með: Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Flokkar: Jöklaleiðangur, tindaleiðangur

Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska

Rótarfjalls-hnúkur

Verð:
27.900 ISK á mann
Lágmark 5 manns

Til að bóka, hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317

Tímalengd:
8-11 klst

Vegalengd:
15km

Hækkun:
1.100m

Senda e-mail til að bóka