Klettaklifurnámskeið

Klettaklifur- og leikjanámskeið fyrir 6-12 ára á Hnappavöllum í Öræfum
Senda e-mail til að bóka

Klettaklifurnámskeið fyrir krakka á Hnappavöllum í Öræfum

Local Guide býður uppá skemmtilegt sumarnámskeið fyrir káta krakka þar sem farið verður í undirstöðuatriði klifuríþróttarinnar. Við verðum í heilan dag á Hnappavöllum, frægustu klifurparadís Íslands, aðeins 30 km austan við Skaftafell. Á sumrin hefjast töfrarnir en þar safnast saman útivistar- og klifurunnendur í góðum fíling á stærsta klifursvæði landins. Á Hnappó eru yfir 150 boltaðar klifurleiðir og er því nóg um að velja fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. 

Dagurinn samanstendur af fjölbreyttum æfingum fyrir klettaklifur, ásamt útileikjum milli þess sem hangið er í línu til að spranga eða æfa sig í töktum kóngulóarmannsins. Krakkarnir fá að spreyta sig á hnútum, klifurbúnaði, tækjum og tólum undir öruggri leiðsögn leiðbeinanda. Með fjör og skemmtun í fyrirrúmi er dagurinn ein stórkostleg blanda af þrautum sem reyna á jafnvægi og útsjónarsemi.

Við hjá Local Guide höfum boðið uppá klettaklifurnámskeið fyrir skólahópa úr nærliggjandi sveitarfélögum síðustu árin við góðar undirtektir. Hnappavellir er ævintýralegur staður en þetta eru gamlir sjávarklettar undir Öræfajökli. Þar er náttúrufegurð og líflegt dýralíf. Hnappó er einnig í næsta nágrenni við hinn margrómaða Ingólfshöfða. 

Aldurstakmark: 6-12 ára

Tímabil: fimmtudaga, föstudaga og laugardaga á sumrin, frá kl 9:30 – 16:30

Lengd: 1 dagur (7 klst)

Markmið: að kynna klifuríþróttina, njóta útiveru og leika sér

Verð: 8.900 ISK á mann fyrsta daginn
25% afsláttur eftir fyrsta daginn, 6.700 ISK á mann

Við bjóðum hópum uppá sérbrottfarir utan dagana sem eru í boði eða bjóðum uppá lengri tíma ef vinahópurinn vill fara í lengri göngu á meðan við sjáum um börnin. 
Hafið samband við info@localguide.is
eða s. 8941317 til að fá tilboð.

Staðsetning: Hnappavellir í Öræfum, 30km austan við Skaftafell

Erfiðleikastig: hentar öllum getustigum

Hvað er innifalið: Klifurskór, klifurbelti, hjálmur, línur og annar klifurbúnaður

Hvað er ekki innifalið: Útvistarfatnaður, matur og drykkur. Akstur frá Reykjavík (350km).

Hvað þarf að taka með: Klæða sig eftir veðri, en gott er að vera í þægilegum æfingafötum. Nasl, hádegismatur og drykkur fyrir daginn. 

Á klifursvæðinu er góð aðstaða við smáhýsið Tóftina í Miðskjóli, en þar er að finna útiborð og útikamar.

Annað:
Námskeiðið fer fram í náttúrunni og á eignarlandi Hnappavallabænda, sem stunda búskap á svæðinu. Af þeim sökum verður rætt um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrunum sem og mikilvægi þess að ganga vel um, valda engu raski og taka allt rusl með sér. 

Hnappavallahamrar eru að hluta til á friðlandi og á náttúruminjaskrá. Með velvilja hafa klifrarar fengið að njóta svæðisins. Því hefur verið haldið uppi í sjálfboðavinnu, með styrkjum í samstarfi við heimamenn, Ísalp, Klifurfélag Reykjavíkur, klifuráhugamanna og marga aðra framtakssama aðila.