Tveggja daga ísklifur- og jöklanámskeið!

Haldið á skriðjökli sunnan Vatnajökuls

Tveggja daga ísklifur- og jöklanámskeið!

Ísklifurnámskeið og jöklabrölt fyrir þá sem vilja læra grunninn um öruggar aðferðir við jöklaleiðangra og ísklifur. Námskeiðið tekur tvo heila daga. Við förum á skriðjökul í nágrenni við Skaftafell.

Lengd ferðar: 2 dagar, 7 klst hver dagur

Upphafsstaður: Söluskálinn í Freysnesi

Erfiðleikastig: Krefjandi

Heildarverð fyrir 2 daga: 240.000 ISK fyrir 1-5 manns

Hafið samband við info@localguide.is eða í síma 8941317 til að fá frekari upplýsingar eða til þess að bóka.