Hnappur & Sveinstindur

Spennandi leiðangur þar sem ætlunarverkið er metnaðarfullt, tveir glæstir fjallarisar í einni ferð!
Að Hnappi og upp á Sveinstind


Vestari Hnappur stendur í 1.849 metrum yfir sjávarmáli í sunnanverðri öskju Öræfajökuls og Sveinstindur er í 2.044 metra hæð í austanverðri öskjunni. Báðir tindarnir eru merkilegir, en Sveinstindur er annar hæsti tindur Íslands. Hann er nefndur eftir Sveini Pálssyni lækni, sem gekk fyrstur manna á Öræfajökul árið 1794. Hnappur var löngum talinn hæsti tindur Íslands, þar til leiðangur í góðu útsýni á topp hans árið 1891 leiddi í ljós að Hvannadalshnúkur væri mun hærri.

Fyrir hverja? Ferðin er á færi þeirra sem eru í mjög góðu gönguformi og vanir löngum og krefjandi göngum í snjó. Þrátt fyrir að leiðin upp sé ekki tæknileg þá er hún engu að síður löng og tekur á líkamlega og andlega. Ferðin er því afar krefjandi og þarfnast samvinnu leiðsögumanns og göngumanna.

Erfiðleikastig: 5 af 5 mögulegum

Lengd ferðar: 24 km, 14-16 klst

Hæð: Hnappur er 1.849 metra hár og Sveinstindur er 2.044 metrar

Hækkun: rúmir 1.400 metrar (keyrt uppí 700-800 metra hæð)

Tímabil í boði:  Apríl – Júní

Upphafssstaður: Fosshotel Glacier Lagoon

Verð: 32.900 ISK á mann, fyrir að lágmarki 5 manns. Við bjóðum stærri hópum uppá sérverð. Hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá tilboð.

Hvað er innifalið: Leiðsögn, jeppaskutl og tilheyrandi jöklabúnaður ef þátttakendum vantar (sigbelti, mannbroddar, exi o.fl.)

Hvað er ekki innifalið: Útivistarfatnaður, bakpoki, nesti og drykkur.

Hvað þarf að taka með: Nákvæmur búnaðarlisti verður sendur til þátttakenda.

Flokkar: Jöklaleiðangur, tindaleiðangur

Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska

Hnappur & Sveinstindur

Verð: 32.900 ISK á mann Lágmark 5 manns
Til að bóka, hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317
Tímalengd: 14 - 16 klst
Vegalengd: 24km
Hækkun: 1.400m

Senda e-mail til að bóka