Ævintýraleg hálfsdags jöklaferð, upp að hinu stórfenglega ísfalli Falljökuls, fyrir þá sem vilja spreyta sig á ísklifri!
Hér er á ferð spennandi sérferð fyrir fjölskylduna eða vinahópinn, sem er í senn fullkomið tækifæri til þess að prófa ísklifur.
Heildarverð: 60.000 ISK fyrir 1-6 manns
Lengd ferðar: 5 klst
Tímasetning: Við erum sveigjanleg með tímasetningu þar sem þetta er sérferð.
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Erfiðleikastig: Miðlungserfitt
Aldurstakmark: 14 ára
Hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá frekari upplýsingar eða til að bóka.
Sannkölluð ævintýraferð á hinum fallega Falljökli, þar sem þeir sem vilja geta spreytt sig á ísklifri!
Við keyrum á ofurjeppa eins nálægt jöklinum og mögulegt er, en þaðan er stutt labb að jökulísnum. Við ísinn setjum við á okkur mannbrodda og förum yfir öryggisatriði fyrir jöklaferðamennsku.
Ferðinni er svo heitið að hinu fræga ísfalli, sem Falljökull dregur nafn sitt af. Við ísfallið komumst við nálægt stórfenglegum ísturnum sem myndast vegna hraðrar hreyfingu jökulsins niður brattar hlíðar Öræfajökuls.
Á leið okkar um jökulinn finnum við flottan ísvegg og við hann verður sett upp öryggislína fyrir þá sem vilja prófa ísklifur. Á meðan einn klifrar í einu í öryggislínu er tilvalið fyrir hina að njóta útsýnisins yfir jökuldalinn, taka myndir, eða gæða sér á nesti. Ferðin er stórkostleg ævintýraferð fyrir vinahópinn í stórbrotinni náttúru Vatnajökuls.
Hvað er innifalið: Jöklabroddar, ísexi, hjálmur, klifurbelti og jeppaskutl að jöklinum
Hvað er ekki innifalið: Útvistarfatnaður og akstur frá Reykjavík (320km)
Hvað þarf að taka með: Best er að vera í stífum gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Endilega taka með hanska, sólgleraugu, nasl og drykk.
Við eigum ísklifurskó til að lána þér fyrir ferðina
Flokkar: Ísklifur, ísganga, jöklaganga, jöklaferð
Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska
Söluskálinn í Freysnesi
785 Öræfi
Við erum með móttökubíl á bílaplaninu hjá söluskálanum í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.
Við erum í 320 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 4klst akstri með engu stoppi.