Fjölskyldujöklaganga á Falljökli sem hentar yngstu fjölskyldumeðlimunum. Þessi ferð er hugsuð sem sérferð fyrir fjölskylduna með krakka allt niður í 4 ára.
Lengd ferðar: 2,5-3 klst
Tímasetning: Þar sem þetta er sérferð þá erum við sveigjanleg með tímasetninguna
Aldurstakmark: 4 ára
Heildarverð: 40.000 ISK fyrir 1-6 manna hóp, fyrir hvern auka yfir 6 manns er verðið 6.000 ISK á mann
Endilega hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317 til að fá frekari upplýsingar eða til þess að bóka.
Erfiðleikastig: Auðvelt – miðlungserfitt
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi við aðalþjóðveginn, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Local Guide er lítið fjölskyldufyrirtæki með mikla reynslu af að fara á jökulinn með fólk á öllum aldri. Eitt af okkar sérhæfingum er að fara með litla fólkið, en við eigum jöklabúnað til að fara með börn allt niður í 4 ára. Ofurjepparnir okkar koma okkur nálægt jökulbrúninni og þar munum við koma öllum í jöklabrodda og fara yfir öryggisatriði ferðarinnar. Við dveljum um klukkustund í rólegri jöklagöngu á Falljökli, sem er frægur fyrir sitt magnaða ísfall. Á leiðangrinum er margt til að skoða, við munum segja ykkur frá jöklamúsunum og njóta hinnar mikilfenglegu fegurðar jökuldalsins.
Upphafsstaður: Söluskálinn í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Hvað er innifalið: Jöklabroddar, ísexi, sigbelti og jeppaskutl að jöklinum
Hvað er ekki innifalið: Útvistarfatnaður og keyrslan frá Reykjavík (320km)
Hvað þarf að taka með: Best er að vera í gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Einnig getur verið gott að hafa með sólgleraugu, hanska og vatnsflösku, þó ekki nauðsynlegt.
Við eigum góða skó til að lána á staðnum.
Mikilvægar upplýsingar: 8 ára aldurstakmark í almenna brottför, en 4 ára í sér fjölskyldubrottför.
Flokkar: Ísganga, jöklaganga, jöklaferð
Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska
Söluskálinn í Freysnesi
785 Öræfi
Við erum með móttökubíl á bílaplaninu hjá söluskálanum í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.
Við erum í 320 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 4klst keyrslu með engu stoppi.