Sérferð fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í ævintýraleit á Falljökli. Í jöklabroddum og með ísexi þá förum við í stutta jöklagöngu og finnum einhvern góðan ísvegg til að prófa ísklifur.
Lengd ferðar: 4 klst
Tímasetning: Þar sem þetta er sérferð þá erum við sveigjanleg með tímasetninguna
Aldurstakmark: 10 ára
Hópverð: 60.000 ISK fyrir 1-6 manns
Ef þið eruð fleiri þá endilega hafið samband við info@localguide.is eða s. 8941317 til að fá tilboð
Erfiðleikastig: Auðvelt – miðlungserfitt
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi við aðalþjóðveginn, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Skriðjöklar Vatnajökuls bjóða uppá mikinn ævintýraheim. Í þessari ferð þá förum við á Falljökul, sem er stutt frá Skaftafelli. Ofurjepparnir okkar koma okkur nálægt jökulbrúninni þar sem við setjum á okkur jöklabroddana. Leiðsögumaður Local Guide mun fara með ykkur í jöklagöngu og finna flottan ísvegg á jöklinum til að þeir sem vilja geti prófað ísklifur. Á meðan einn klifrar í einu í öryggislínu er tilvalið fyrir hina að njóta útsýnisins, taka myndir eða gæða sér á nesti dagsins. Falljökul er frægur fyrir sitt magnaða ísfall og spennandi jöklamyndanir sem má finna á leiðangrinum. Hið sannkallaða ævintýri fyrir fjölskylduna að fá að upplifa jöklagöngu og ísklifur, sem er alls ekki eins erfitt og margir halda!
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Hvað er innifalið: Jöklabroddar, ísexi, klifurbelti og jeppaskutl að jöklinum
Hvað er ekki innifalið: Útvistarfatnaður og keyrslan frá Reykjavík (320km)
Hvað þarf að taka með: Best er að vera í stífum gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Einnig er gott að hafa með sólgleraugu, hanska, vatnsflösku og nesti.
Við eigum góða skó til að lána á staðnum.
Flokkar: Ísklifur, ísganga, jöklaganga, jöklaferð
Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska
Söluskálinn í Freysnesi
785 Öræfi
Við erum með móttökubíl á bílaplaninu hjá söluskálanum í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.
Við erum í 320 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 4klst keyrslu með engu stoppi.