Hér færðu að njóta mikillar nálægðar við stórkostlega ísfall Falljökuls, sem er einn margra skriðjökla Vatnajökuls. Ferðin hentar þeim sem eru til í flotta hálfs dags ævintýra jöklagöngu.
Lengd ferðar: 4 klst
Verð: 16.900 ISK á mann
Áfsláttarkóði: 2020 fyrir 20% áfslátt
Við bjóðum hópum uppá sérverð. Fyrir fleiri en 4 manns, hafið samband við info@localguide.is eða s.8941317 til að fá tilboð.
Erfiðleikastig: Miðlungserfitt
Aldurstakmark: 14 ára
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi við aðalþjóðveginn, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Ferðin er hönnuð fyrir þá sem eru að leita að lengri og yfirgripsmeiri jöklagöngu. Hún er fullkomin fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og njóta þess að vera úti í náttúrunni.
Við keyrum á ofurjeppa sem kemur okkur nálægt jökulröndinni, en við jaðarinn setjum við á okkur mannbrodda og förum yfir helstu öryggisatriði. Eitt af því sem gera jökla spennandi er að yfirborð og litur jökulsins er síbreytilegur en jöklamyndanir eins og svelgir, sprungur og jökladrýli koma og fara eftir veðri og vindum.
Í göngunni mun leiðsögumaðurinn þinn kenna þér um jarðfræði, landafræði og sögu svæðisins, ásamt því að benda á fallegar ísmyndanir. Á jöklinum finnum við ætíð eitthvað nýtt og spennandi til að skoða en eitt breytist þó aldrei, en það er hversu undursamleg upplifun það er að ganga á íslenskum jökli!
Brottfararstaður: Söluskálinn í Freysnesi við aðalþjóðveginn, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli
Hvað er innifalið: Jöklabroddar, ísexi, hjálmur, sigbelti og jeppaskutl að jöklinum
Hvað er ekki innifalið: Gönguskór og útvistarfatnaður. Akstur frá Reykjavík (320km).
Hvað þarf að taka með: Best er að vera í gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri. Endilega taka með nasl og drykk. Einnig getur verið gott að hafa með sólgleraugu og hanska.
Ef þú átt ekki gönguskó með ökklastuðningi þá leigjum við þá á staðnum fyrir 1.000 ISK parið.
Flokkar: Ísganga, jöklaganga, jöklaferð
Tungumál leiðsögumanns: Íslenska og enska
Söluskálinn í Freysnesi
785 Öræfi
Við erum með móttökubíl á bílaplaninu hjá söluskálanum í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli.
Við erum í 320 km fjarlægð frá Reykjavík, eða 4klst keyrslu með engum stoppum.